Innlent

Um helmingur þjóðarinnar hefur verið bólusettur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nærri 156 þúsund manns hafa verið bólusettir vegna svínainflúensu.
Nærri 156 þúsund manns hafa verið bólusettir vegna svínainflúensu.
Alls hafa tæplega 156 þúsund manns verið bólusettir gegn svínainflúensu frá því að bólusetningar hófust haustið 2009. Í farsóttarfréttum Sóttvarnarlæknis kemur fram að í flestum aldurshópum hafi um og yfir 50% látið bólusetja sig, nema í aldurshópunum 20-40 ára en þar er hlutfallið öllu lægra. Það var jafnframt í þessum aldurshópum sem inflúensunnar hefur orðið vart nú í vetur.

Sóttvarnarlæknir segir að rúmlega 50 þúsund Íslendingar, einkum þeir sem voru í skilgreindum áhættuhópum, hafi verið bólusettir gegn bæði svínainflúensu og árstíðabundinni inflúensu síðastliðið haust.

„Ekki er vafi á því að hin mikla þáttttaka í bólusetningu gegn svínainflúensu hefur valdið því að lítið bar á þeim faraldri í vetur,“ segir í farsóttarfréttum. Engu að síður hafi kona um þrítugt veikst alvarlega af völdum svínainflúensunnar í vetur og þurft á meðferð á gjörgæslu að halda í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×