Innlent

Löggan stöðvaði bjórkvöld hjá menntskælingum í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði veitingastað í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem hátt í 80 ungmenni voru að skemmta sér og var töluverð ölvun, að sögn lögreglu. Sumir gestanna voru allt niður í 16 ára, en 18 ára og yngri mega ekki vera á veitingastöðum eftir klukkan tíu á kvöldin.

Margir voru einnig undir 20 ára, sem er lágmarksaldur til að kaupa áfengi á veitingahúsum.  Einn gesturinn brást illur við lögreglunni og þurfti að handtaka hann. Þetta mun hafa verið svonefnt bjórkvöld hjá framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×