Innlent

Um 10% hafa komið á Vog

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 10% karlmanna hafa komið á Vog. Mynd/ E. Ól.
Um 10% karlmanna hafa komið á Vog. Mynd/ E. Ól.
Tæplega 10% núlifandi karlmanna hafa komið á sjúkrahúsið Vog, samkvæmt frétt á vef SÁÁ. Þar kemur fram að í árslok 2009 höfðu 20.579 einstaklingar, þar af 5.903 konur og 14.676 karlar innritast á Vog. Þetta jafngildir því að 9,8% núlifandi karla og 4,1% kvenna sem eru 15 ára og eldri hafi komið á Vog.

Tölur SÁÁ sýna að 10.274, eða um 50%, hafi einungis innritast einu sinni. 16.059, eða um 78%, hafa farið þrisvar sinnum eða sjaldnar í meðferð. Einungis 599 núlifandi Íslendingar, eða um 2,9%, sjúklinganna hafa farið 10 sinnum eða oftar á Vog.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×