Innlent

Sjálfstæðismenn vilja vera með á fundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjálfstæðismenn gera athugasemdir við fyrirkomulag fundarins. Mynd/ Anton Brink.
Sjálfstæðismenn gera athugasemdir við fyrirkomulag fundarins. Mynd/ Anton Brink.
Sjálfstæðismenn í borgarráði eru ósáttir við fyrirkomulag fundar sem borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafa boðað með foreldrum leik- og grunnskóla. Sjálfstæðismenn segja að til fundarins sé boðað vegna umdeildra tillagna um sameiningu skóla og breytinga á skólastarfi. Fundarboð sem dreift hafi verið í Grafarvogi verði ekki skilið öðruvísi en svo að ekki sé ætlast til þess að borgarfulltrúar annarra flokka sitji fundinn.

„Á fundum menntaráðs hefur hins vegar verið rætt um að efnt verði til opinna íbúafunda á vegum Reykjavíkurborgar í öllum hverfum borgarinnar til að ræða umræddar tillögur og á þeim gefist öllum borgarfulltrúum, hvar í flokki sem þeir standa, kostur á að hlýða milliliðalaust á sjónarmið íbúa í þessu mikilvæga máli,“ sögðu sjálfstæðismenn í borgarráði í dag.

Vegna þessa lögðu sjálfstæðismenn fram nokkrar spurningar í borgarráði. Vilja þeir meðal annars vita hver greiði kostnaðinn af umræddum fundi í Grafarvogi, skrifstofa borgarstjóra eða borgarstjórnarflokkar Samfylkingar og Besta flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×