Innlent

Dæmdar bætur vegna andláts konu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landspítalinn.
Landspítalinn.
Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða eiginmanni og tveimur börnum konum sem lést vegna meðgöngueitrunar árið 2001 bætur vegna mistaka sem voru gerð þegar konan fór í glasafrjóvgun og vegna ófullnægjandi meðferðar við meðgöngueitrun sem konan fékk á meðgöngu.

Íslenska ríkið hafði fallist á bætur til handa fjölskyldunni en deilt var um bótafjárhæð. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða eiginmanni látnu 1400 þúsund krónur vegna missis maka. Þá var ríkið dæmt til að greiða tveimur börnum hjónanna 800 þúsund krónur hvorum fyrir sig.

Í dómnum kemur fram að dóttir hjónanna, sem fæddist árið 2001, er mikið fötluð og er það meðal annars rakið til heilablæðinga í fæðingunni. Sonur hjónanna, sem þau ættleiddu árið 1999, er einnig fatlaður en getur stundað háskólanám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×