Innlent

Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði lítil áhrif á heilsufar búfjár

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull Mynd/Vilhelm
Allt bendir til að öskufall úr Eyjafjallajökli á síðasta ári hafi ekki haft veruleg áhrif á heilsufar búfjár á svæðinu. Þetta sýna rannsóknir sem voru gerðar í kjölfar eldgossins í fyrra.

Á vef matvælastofnunar segir að ekki sé ástæða til að óttast mikil áhrif af flúor í fóðrinu og ekki virðist vera alvarleg uppsöfnun af járni í sermi í búfé. Þar er þó tekið fram að full ástæða sé til þess að hafa sérstaka vöktun á heilsufari búfjár á stóru svæði á Suðurlandi og fulgjast með hvort að einhver langtíma áhrif verða að öskufalli og öskufoki.

Nánar um málið á vef Matvælastofnunar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×