Innlent

Stór æfing hjá neyðarstjórn Landsnet

Í dag verður neyðarstjórn Landsnets með stóra raunæfingu. Æfðar eru aðstæður þegar alvarlegar truflanir verða á raforkukerfinu bæði á Suðurlandi og á Austurlandi í mjög slæmu veðri.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að leitast verði við að gera aðstæður raunverulegar með raunsamskiptum, en neyðarstjórn Landsnets stýrir aðgerðum. 

Í stjórnstöð Landsnets verður atburðarás lýst í kerfinu svo og kerfisaðgerðum í samræmi við hermun. Netrekstur Landsnets bregst við á vettvangi.

Öll fjarskipti fara um TETRA fjarskiptakerfið. Viðbragðsaðilar frá Neyðarlínu, Fjarskiptamiðstöð RLS, sérsveit RLS og Slysavarnafélaginu Landsbjörg taka þátt í æfingunni.

Almannavarnadeildin tekur þátt í æfingunni enda eru atburðir æfðir, sem deildin gæti í raun þurft að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×