Innlent

Nýsköpun rædd á Iðnþingi

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra er meðal þeirra sem taka til máls á Iðnþingi í dag
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra er meðal þeirra sem taka til máls á Iðnþingi í dag Mynd: Valli
Samtök iðnaðarins standa fyrir Iðnþingi 2011 á Grand Hótel Reykjavík í dag. Þar verður fjallað um nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi.

Til máls á fundinum taka Helgi Magnússon, formaður samtaka iðnaðarins og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra auk fjölda aðila úr atvinnulífinu.

Fjallað verður meðal annars um nýsköpun á breiðum grunni út frá þörfum og þjónustu atvinnulífs annars vegar og menntakerfis hins vegar.

Þingið hefst klukkan eitt og er opið öllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×