Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. mars 2011 20:54 Justin Shouse. Mynd/Valli Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira