Innlent

Jeppi og fólksbíll rákust saman á Biskupstungnabraut

Þrastarlundur. Slysið varð á milli Þrastarlundar og Þingvallaafleggjara.
Þrastarlundur. Slysið varð á milli Þrastarlundar og Þingvallaafleggjara. Mynd/Pjetur
Fólksbíll og jeppi rákust saman á Biskupstungnabraut, á kaflanum milli Þrastarlundar og Þingvallaafleggjara, rétt eftir klukkan tvö í dag.

Fólksbíllinn var á suðurleið og jeppinn á norðurleið. Í fólksbílnum voru tveir einstaklingar,  farþeginn er beinbrotinn en ökumaðurinn er minna slasaður. Í jeppanum voru fjórir aðilar sem eru með minniháttar meiðsl.

Slysið lítur betur en var tilkynnt um í fyrstu, segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi.

Engin hálka er á svæðinu.

Biskupstungnabraut er lokuð vegna slyssins og verður það eitthvað áfram, eins og varðstjóri orðar það.

Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast til Reykjavíkur geta beygt inn Þingvallaafleggjarann og farið þá leið til Reykjavíkur. Þeir ökumenn sem þurfa að komast í átt að Laugarvatni geta beygt inn Grafninginn svokallaða, sem er vinstri beygja rétt við brúnna áður er komið er að Þrastalundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×