Innlent

73 stjórnendur í skólum fá uppsagnarbréf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skólastofa. Mynd/ GVA.
Skólastofa. Mynd/ GVA.
Sextíu leikskólastjórnendur og 13 grunnskólastjórnendur fá uppsagnarbréf, samkvæmt tillögum Reykjavíkurborgar um hagræðingu í menntakerfi borgarinnar. Þar af eru 70 konur og þrír karlar. Þetta kemur fram í umsögn Kennarasambands Íslands um tillögurnar.

Kennarasambandið segir að þessar aðgerðir stangist þvert á mannréttindastefnu borgarinnar og svokallaða kynjaða fjárhagsáætlunargerð sem eigi að greina áhrif ákvarðana á stöðu beggja kynja og koma í veg fyrir mismunun kynjanna við úthlutun verkefna, tilfærslu í störfum og hugsanlegar uppsagnir.

Kennarasambandið segir jafnframt að þetta sé í andstöðu við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt þeim eigi að vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu, sérstaklega stöðu kvenna, gæta jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku í samfélaginu og vinna gegn launamisrétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×