Innlent

Vill samstarf ólíkra skólastiga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nemendur í Hringekjunni við störf.
Nemendur í Hringekjunni við störf.
Á annað hundrað grunnskólanemenda úr Hlíðaskóla tók á dögunum við viðurkenningu fyrir að hafa tekið þátt í Hringekju HR. Hringekjan er samstarf Háskólans í Reykjavík við efri deildir grunnskólanna. Markmið þess er að gefa grunnskólanemendum nýja sýn á heim tækninnar og vekja forvitni þeirra og áhuga á tækni- og raungreinum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HR. .

Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, ávarpaði nemendur og kennara og undirstrikaði mikilvægi þess að auknu samstarfi yrði komið á á milli hinna ýmsu skólastiga á Íslandi. Ennfremur fluttu dr. Gunnar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar og dr. Björn Þór Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar ávörp. Þeir minntu báðir á mikilvægi tækninnar í nútímasamfélagi og í þeirri framtíð sem biði unglinganna.

Hver Hringekja stendur í þrjár vikur. Á þeim tíma sækja grunnskólanemendur tíma í HR og undir leiðsögn kennara tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar eru þeim sýndar skemmtilegar leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast dýpri skilning á ólíkum viðfangsefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×