Innlent

Hugrás vekur athygli á Jesú og Jóni Sigurðssyni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hugrás fjallar um Jesú og Jón Sigurðsson.
Hugrás fjallar um Jesú og Jón Sigurðsson.
Þeir Jesú og Jón Sigurðsson eiga það sameiginlegt að vera meðal viðfangsefna í veffyrirlestrum sem opnaðir voru í dag á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs. Með þessu framtaki, sem er liður í aldarafmælsidagskrá Háskóla Íslands, opnar Hugvísindasvið fyrir aðgang allra að fjölbreyttu efni í flutningi fræðimanna sviðsins.

Nemendur í námskeiðinu Myndir og miðlun í hagnýtri menningarmiðlun unnu að gerð fyrirlestranna en umsjónarkennari námskeiðsins er Halla Kristín Einarsdóttir. Fyrirlestrarnir eru hver um sig um 30 mínútur að lengd og eru blandaðir myndefni. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að ef þessi tilraun heppnast vel má gera ráð fyrir að slíkir veffyrirlestrar verði reglulega í boði.

Veffyrirlestrarnir eru níu talsins og efni þeirra er fjölbreytt og spannar flest svið hugvísinda. Veffyrirlestrana má nálgasta á neðangreindri slóð:

https://www.hugras.is/2011/03/veffyrirlestrar-opnadir-a-hugvisindathingi/








Fleiri fréttir

Sjá meira


×