Innlent

Blaðamannafundur um afnám gjaldeyrishafta

Árni Páll Árnason hefur undanfarið unnið að mótun áætlunar um afnám gjaldeyrishafta
Árni Páll Árnason hefur undanfarið unnið að mótun áætlunar um afnám gjaldeyrishafta
Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag þar sem kynnt verður áætlun um afnám gjaldeyrishafta.

Undanfarið hefur sérstakur stýrihópur, sem í eiga sæti efnahags- og viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, haft forystu um mótun áætlunar um afnám gjaldeyrishafta. Stýrihópurinn hefur unnið náið með sérfræðingum ráðuneyta og stofnana. Stefnt hafði verið að því að tekin yrði afstaða til tillagna stýrihópsins í ríkisstjórn þann 11. mars og að í kjölfarið yrði áætlunin birt opinberlega.

Enn var þá nokkur vinna framundan til þess að stýrihópurinn geti lokið tillögugerð sinni til ríkisstjórnarinnar.

Afgreiðslunni var því frestað til dagsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×