Innlent

Segir drenginn hafa fengið heilahristing eftir árásina

Árásin átti sér stað í Hafnarfirði.
Árásin átti sér stað í Hafnarfirði.
Tólf ára drengur sem á að hafa orðið fyrir árás karlmanns á fimmtugsaldri í Hafnarfirði á miðvikudaginn, hlaut heilahristing við aðförina samkvæmt móðir eins piltanna sem var með honum í för.

Karlmaðurinn sakaði þrjá drengi um að hafa kastað snjóboltum í rúðu á heimili sínu í Hafnarfirði. Móðir eins drengsins, þó ekki þess sem vað fyrir hinni meintu árás, segir piltana saklausa af snjóboltakastinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fór maðurinn út á svalirnar og steytti hnefa og sagði drengjunum að hætta að kasta snjóboltum í gluggann. Maðurinn hljóp svo út og á eftir drengjunum. Þeir flýðu undan honum sem fætur toguðu í tíu mínútur, að sögn móðir drengsins. Að lokum féll einn þeirra við þannig maðurinn náði honum. Hann á þá að hafa slegið drenginn harkalega í höfuðið. með þeim afleiðingum að hann fékk heilahristing.

Að sögn móðurinnar var það vegfaranda að þakka að ekki fór verr. Kona sem var á gangi skammt frá hinni meintu árás stöðvaði manninn.

„Þeir hafa ekki farið í skólann síðan þetta gerðist," segir móðirin og bætir við að þeim sé verulega brugðið eftir atvikið.

Móðir drengsins sem ráðist var á hefur kært manninn til lögreglunnar vegna árásarinnar.

Par á bíl urðu einnig vitni að meintu aðförinni samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Engar skýrslur hafa verið teknar vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×