Innlent

Kærður fyrir að tuska tólf ára dreng til eftir snjóboltaárás

Snjóboltakast. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Snjóboltakast. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Karlmaður um fimmtugt hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir að slá tólf ára dreng í höfuðið sem hafði, ásamt skólabræðrum sínum, kasta snjóboltum í glugga íbúðar hans í Norðurbæ Hafnarfjarðar.

Maðurinn fór út á svalirnar og steytti hnefa og sagði drengjunum að hætta þessu. Þeir létu sér ekki segjast. Maðurinn hljóp þá út og á eftir drengjunum. Þeir flýðu undan manninum en einn þeirra féll við. Maðurinn náði honum og á að hafa slegið hann í höfuðið.

Par á bíl og kona á göngu urðu vitni að meintu aðförinni samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Engar skýrslur hafa verið teknar vegna málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni virðist maðurinn hafa tuskað drenginn til, en óljóst er hversu harkaleg aðförin var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×