Innlent

Stígamót fara til Sauðárkróks

Erla Hlynsdóttir skrifar
Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta
Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta Mynd úr safni / GVA
Stígamót eru að fara aftur af stað með verkefnið „Stígamót á staðinn" og í apríl munu starfskonur heimsækja Sauðárkrók. Þær munu þá sinna almennri fræðslu til fagfólks um kynferðisofbeldi, sem og einkaviðtölum.

Hægt er að panta tíma með því að hafa samband við Stígamót.

Stígamót sinntu þjónustu á landsbyggðinni fyrir efnahagshrunið en þurfti að hætta henni vegna skertra fjárframlaga sem leiddi meðal annars til þess að segja þurfti upp starfsfólki hjá Stígamótum.

Skotturnar, grasrótarsamtök kvenna, hafa að undanförnu staðið fyrir söfnunum til handa Stígamótum og er það fyrst og fremst þeirri söfnun að þakka að starfskonur sinna nú aftur þjónustu á landsbyggðinni.

Með haustinu er stefnt á að starfskonur Stígamóta fari á fleiri staði en Sauðárkrók, meðal annars á Selfoss, Egilsstaði og Vestmannaeyjar.

Hægt er að gerast styrktaraðili Stígamóta með frjálsum framlögum, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×