Sterkari, veikari eða dauð? Þorsteinn Pálsson skrifar 26. mars 2011 06:00 Eftir að tveir þingmenn höfðu sagt sig úr þingflokki VG í byrjun vikunnar staðhæfðu talsmenn ríkisstjórnarinnar að hún væri sterkari fyrir vikið. Stjórnarandstaðan fullyrti á hinn bóginn að hún væri veikari. Sennilega á þó hvorug fullyrðingin beint við. Vandi þessarar ríkisstjórnar hefur aldrei verið hausafjöldi til að verjast vantrausti. Þrátt fyrir atburði þessarar viku bendir ekkert til að ríkisstjórnin rati í slíkan vanda fyrr en í kosningum. Klípa stjórnarinnar hefur alltaf verið málefnaleg. Málefnagjáin milli flokkanna er einfaldlega óbrúanleg. Þess vegna hefur stjórnin verið óstarfhæf. Stjórnir hafi setið lengi eftir að þær voru málefnalega dauðar. Ríkisstjórnin lítur greinilega svo á að það sé ekki vandamál. Þorri þjóðarinnar upplifir ástandið hins vegar eins og hverja aðra stjórnmálakreppu. Því fylgja réttmætar áhyggjur um Þjóðarbúskapinn. Einföld rýning í stefnuskrá VG leiðir í ljós að flokkurinn er á pappírunum svo langt til vinstri að málamiðlanir eru hverjum forystumanni ofviða. Sumir þeirra eru hins vegar í hjarta sínu nær því að vera vinstri kratar en forstokkaðir sósíalistar og geta því samviskunnar vegna gert málamiðlanir. Þó að málamiðlanirnar í þeim anda séu samþykktar á flokksfundum liggur grundvallarstefnan alltaf á bakvið og veldur smám saman pólitískri spennu sem á endanum brýst út með einhverjum hætti. Það var að gerast í vikunni. Ný "óróleg deild“Eðli máls samkvæmt varð VG að gefa meira eftir í málefnum við stjórnarmyndunina. Þar féllst VG á efnahagsáætlun sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið með AGS og hafði að geyma mestu íhaldsúrræði í sögu íslenskra stjórnmála. Fyrir framtíðina er afleiðingin sú að í mörg ár eftir að VG hverfur úr ríkisstjórn mun gagnrýni úr þeirri átt á aðhald í ríkisfjármálum hljóma eins og klingjandi málmur og hvellandi bjalla. Aðferð forystumanna VG til að draga úr málefnaspennunni gagnvart vinstri vængnum hefur verið sú að að hindra eða tefja framgang margra þeirra mála sem þeir höfðu samið um. Aðferðafræði stjórnsýslunnar býður upp á fjölmargar leiðir í þeim efnum. Þannig hefur Samfylkingin orðið að kyngja raunverulegu stoppi í þróun orkufreks iðnaðar. Hún hefur þurft að sætta sig við skattheimtuleiðir með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið. Hún hefur þurft að sætta sig við tafaleiki í viðræðum um ESB-aðildina. Hún þarf að sætta sig við að ríkisstjórnin hefur ekki stefnu í peningamálum sem er sá ás sem efnahagsendurreisnin snýst um. Ástæðurnar fyrir því að ekki er unnt að koma á sátt um nýja útfærslu á stjórnkerfi fiskveiða er hins vegar að finna innan Samfylkingarinnar. Þar er á ferðinni „óróleg deild" sem nýtur verndar forsætisráðherra. Að því leyti er forsætisráðherrann sjálfur nú meiri Þrándur í Götu málefnalegs árangurs í stjórnarsamstarfinu og á vinnumarkaðnum en þingmennirnir tveir sem fóru úr þingflokki VG. Þessi málefnaspenna hefur veikt stjórnina svo að hún getur ekki sótt og varið Icesavemálið sem hún er þó sammála um. Forystumenn launafólks og atvinnulífs líta á kreppu ríkisstjórnarinnar sem hindrun í kjarasamningum fremur en efnahagskreppuna. Það lýsir vel dýpt vandans. Fyrstur kemur, fyrstur færEðlilega líta menn fyrst til Framsóknarflokksins þegar spurt er hvort unnt sé að leysa stjórnmálakreppuna. Forysta hans hefur hins vegar fylgt sömu línu og VG-þingmennirnir tveir sem fóru og Hreyfingin að sjávarútvegsstefnunni undanskilinni. Þannig útvíkkuð stjórn myndi því ekki hafa önnur áhrif en fjölga í gömlu „órólegu deildinni" á ný. Þá er eftir sá möguleiki að mynda raunverulega nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með báðum eða öðrum hvorum stjórnarflokkanna. Fyrst málefnabilið milli VG og Samfylkingarinnar er of breitt eins og í ljós hefur komið á það öllu fremur við gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Tvennt þarf að breytast eigi að vera mögulegt að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. „Órólega deild" forsætisráðherra í sjávarútvegsmálum yrði að opna fyrir sáttaleiðina og Sjálfstæðisflokkurinn að vera tilbúinn að ljúka aðildarviðræðum og meta svo endanlega afstöðu til ESB ef samningar takast. Engin merki eru í þessa veru. Kosningar leysa ekki sjálfkrafa þessa málefnakreppu. En þær geta breytt valdahlutföllum. Fylgi sænskra jafnaðarmanna hrundi í síðustu kosningum fyrst og fremst vegna kosningabandalags við systurflokk VG þar í landi. Það bandalag reyndist eitrað peð. Kannanir benda til að svipað gæti gerst hér. Ekki er þó víst að það dugi til að mynda málefnalega starfhæfa stjórn. Þeir sem fyrst koma með lausn á málefnakreppunni munu fyrst endurheimta glatað traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Eftir að tveir þingmenn höfðu sagt sig úr þingflokki VG í byrjun vikunnar staðhæfðu talsmenn ríkisstjórnarinnar að hún væri sterkari fyrir vikið. Stjórnarandstaðan fullyrti á hinn bóginn að hún væri veikari. Sennilega á þó hvorug fullyrðingin beint við. Vandi þessarar ríkisstjórnar hefur aldrei verið hausafjöldi til að verjast vantrausti. Þrátt fyrir atburði þessarar viku bendir ekkert til að ríkisstjórnin rati í slíkan vanda fyrr en í kosningum. Klípa stjórnarinnar hefur alltaf verið málefnaleg. Málefnagjáin milli flokkanna er einfaldlega óbrúanleg. Þess vegna hefur stjórnin verið óstarfhæf. Stjórnir hafi setið lengi eftir að þær voru málefnalega dauðar. Ríkisstjórnin lítur greinilega svo á að það sé ekki vandamál. Þorri þjóðarinnar upplifir ástandið hins vegar eins og hverja aðra stjórnmálakreppu. Því fylgja réttmætar áhyggjur um Þjóðarbúskapinn. Einföld rýning í stefnuskrá VG leiðir í ljós að flokkurinn er á pappírunum svo langt til vinstri að málamiðlanir eru hverjum forystumanni ofviða. Sumir þeirra eru hins vegar í hjarta sínu nær því að vera vinstri kratar en forstokkaðir sósíalistar og geta því samviskunnar vegna gert málamiðlanir. Þó að málamiðlanirnar í þeim anda séu samþykktar á flokksfundum liggur grundvallarstefnan alltaf á bakvið og veldur smám saman pólitískri spennu sem á endanum brýst út með einhverjum hætti. Það var að gerast í vikunni. Ný "óróleg deild“Eðli máls samkvæmt varð VG að gefa meira eftir í málefnum við stjórnarmyndunina. Þar féllst VG á efnahagsáætlun sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið með AGS og hafði að geyma mestu íhaldsúrræði í sögu íslenskra stjórnmála. Fyrir framtíðina er afleiðingin sú að í mörg ár eftir að VG hverfur úr ríkisstjórn mun gagnrýni úr þeirri átt á aðhald í ríkisfjármálum hljóma eins og klingjandi málmur og hvellandi bjalla. Aðferð forystumanna VG til að draga úr málefnaspennunni gagnvart vinstri vængnum hefur verið sú að að hindra eða tefja framgang margra þeirra mála sem þeir höfðu samið um. Aðferðafræði stjórnsýslunnar býður upp á fjölmargar leiðir í þeim efnum. Þannig hefur Samfylkingin orðið að kyngja raunverulegu stoppi í þróun orkufreks iðnaðar. Hún hefur þurft að sætta sig við skattheimtuleiðir með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið. Hún hefur þurft að sætta sig við tafaleiki í viðræðum um ESB-aðildina. Hún þarf að sætta sig við að ríkisstjórnin hefur ekki stefnu í peningamálum sem er sá ás sem efnahagsendurreisnin snýst um. Ástæðurnar fyrir því að ekki er unnt að koma á sátt um nýja útfærslu á stjórnkerfi fiskveiða er hins vegar að finna innan Samfylkingarinnar. Þar er á ferðinni „óróleg deild" sem nýtur verndar forsætisráðherra. Að því leyti er forsætisráðherrann sjálfur nú meiri Þrándur í Götu málefnalegs árangurs í stjórnarsamstarfinu og á vinnumarkaðnum en þingmennirnir tveir sem fóru úr þingflokki VG. Þessi málefnaspenna hefur veikt stjórnina svo að hún getur ekki sótt og varið Icesavemálið sem hún er þó sammála um. Forystumenn launafólks og atvinnulífs líta á kreppu ríkisstjórnarinnar sem hindrun í kjarasamningum fremur en efnahagskreppuna. Það lýsir vel dýpt vandans. Fyrstur kemur, fyrstur færEðlilega líta menn fyrst til Framsóknarflokksins þegar spurt er hvort unnt sé að leysa stjórnmálakreppuna. Forysta hans hefur hins vegar fylgt sömu línu og VG-þingmennirnir tveir sem fóru og Hreyfingin að sjávarútvegsstefnunni undanskilinni. Þannig útvíkkuð stjórn myndi því ekki hafa önnur áhrif en fjölga í gömlu „órólegu deildinni" á ný. Þá er eftir sá möguleiki að mynda raunverulega nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með báðum eða öðrum hvorum stjórnarflokkanna. Fyrst málefnabilið milli VG og Samfylkingarinnar er of breitt eins og í ljós hefur komið á það öllu fremur við gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Tvennt þarf að breytast eigi að vera mögulegt að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. „Órólega deild" forsætisráðherra í sjávarútvegsmálum yrði að opna fyrir sáttaleiðina og Sjálfstæðisflokkurinn að vera tilbúinn að ljúka aðildarviðræðum og meta svo endanlega afstöðu til ESB ef samningar takast. Engin merki eru í þessa veru. Kosningar leysa ekki sjálfkrafa þessa málefnakreppu. En þær geta breytt valdahlutföllum. Fylgi sænskra jafnaðarmanna hrundi í síðustu kosningum fyrst og fremst vegna kosningabandalags við systurflokk VG þar í landi. Það bandalag reyndist eitrað peð. Kannanir benda til að svipað gæti gerst hér. Ekki er þó víst að það dugi til að mynda málefnalega starfhæfa stjórn. Þeir sem fyrst koma með lausn á málefnakreppunni munu fyrst endurheimta glatað traust.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun