Innlent

Um 12 þúsund manns hafa skorað á borgarstjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr tók á móti undirskriftunum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Jón Gnarr tók á móti undirskriftunum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Tæplega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á vefnum born.is. Jón Gnarr borgarstjóri tók við áskorununum síðdegis.

Á vefnum er skorað á borgarstjórn Reykjavíkur að falla frá fyrirhuguðum sameiningar- og breytingaráformum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Þar segir að hugmyndirnar séu byggðar á hæpnum, illa ígrunduðum og illa rökstuddum forsendum.

Ekki sé mótmælt hagræðingaráformum sem unnin eru á faglegum forsendum í nánu samstarfi við foreldra, starfsfólk og stjórnendur viðkomandi stofnana. Sýna þurfi fram á að breytingarnar hafi í för með sér vel rökstuddan sparnað og þess gætt að faglegu starfi sé ekki stefnt í voða. Þessir þættir hafi ekki verið tryggðir í þeim tillögum sem liggi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×