Innlent

Lykilatriði að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar í dóm þjóðar

Eiríkur Bergmann var meðal þeirra 25 sem voru kjörnir á stjórnlagaþing, sem var síðar ógilt af Hæstarétti Íslands.
Eiríkur Bergmann var meðal þeirra 25 sem voru kjörnir á stjórnlagaþing, sem var síðar ógilt af Hæstarétti Íslands.
Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hefur ekki gert upp huga sinn hvort hann muni taka sæti í stjórnlagaráði sem Alþingi samþykkti í hádeginu í dag.

„Mér finnst lykilatriði að ráðinu verði heimilt að leggja niðurstöður nefndarinnar í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en þingið tekur þær til meðferðar,“ segir Eiríkur en það er í samræmi við tillögu sem hann lagði fram stuttu eftir að stjórnlagaþingið var úrskurðað ógilt af Hæstarétti Íslands í janúar.

Verði það niðurstaðan segist Eiríkur geta hugsað sér að taka sæti í ráðinu.

Inga Lind Karlsdóttir hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki taka sæti í ráðinu. Sennilega verður þá fyrsti varamaður tekinn inn, sem er Íris Lind Sæmundsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×