Innlent

Ellefu þúsund mótmæla - fleyta friðarkertum við Ráðhúsið

Sameiningaráform meirihlutans í Reykjavík hafa lagst illa í marga foreldra leik- og grunnskólabarna
Sameiningaráform meirihlutans í Reykjavík hafa lagst illa í marga foreldra leik- og grunnskólabarna
Ellefu þúsund manns hafa mótmælt fyrirhuguðum sameiningum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila hjá Reykjavíkurborg. Undirskriftasöfnun stendur enn yfir á vefnum Börn.is. Stefnt er að því að foreldrar sem eru andsnúnir sameiningunum fjölmenni í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 16.30 í dag og hálftíma síðar verða undirskriftirnar afhentar fulltrúa borgarstjórnar. Þá munu foreldrafélög afhenda eintök af ályktunum sínum gegn sameiningunum og foreldraráð eintök af umsögnum þeirra.

Á vefnum Börn.is er fólki bent á að taka með sér friðarkerti til að setja við litlu Tjörnina framan við Ráðhússalinn.

„Gerum þetta að táknrænum viðburði með að fjölmenna í Ráðhúsið. Stöndum vörð um leikskólana, grunnskólana og frístundastarf með því að sýna samstöðu og mæta,“ segir þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×