Innlent

Kosið um stjórnlagaráð

Kosið verður um hvort Alþingi skipar stjórnlagaráð, á Alþingi upp úr klukkan ellefu.

Um er að ræða þingályktunartillögu sem gengur út á að fallið verði frá fyrirhuguðu stjórnlagaþingi en þess í stað skipi Alþingi 25 einstaklinga í ráðgefandi stjórnlagaráð. Gert er ráð fyrir að þetta verði sömu 25 einstaklingar og voru kjörnir til stjórnlagaþings í nóvember. Ef einhver þeirra vill ekki taka sætið verður leitað til þess sem er næstur á listanum.

Búist er við því að tillagan verði samþykkt, þrátt fyrir að fyrir liggi andstaða sjálfstæðismanna sem og nokkurra stjórnarþingmanna, þeirra á meðal Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.

Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar á Alþingi eru Álfheiður Ingadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×