Innlent

Slasaður vélsleðamaður á Fjarðarheiði

Þyrlan er á leið á staðinn
Þyrlan er á leið á staðinn
Björgunarsveitn Hérað frá Egilsstöðum og Ísólfur frá Seyðisfirði voru kallaðar út á sjötta tímanum í kvöld þegar tilkynnt var um slasaðan vélsleðamann fyrir ofan Vestdal á Fjarðarheiði.

 

Björgunarsveitir fóru á staðinn á bílum, snjóbílum og vélsleðum og eru komnar á slysstað.

Læknir var með í för og þessa stundina er verið að hlúa að hinum slasaða. Ekki er vitað um ástand hans þegar þetta er skrifað.

 

Búið er að kalla út þyrlu LHG og er von á henni á staðinn um klukkan 19:45.  

 

Veður er ágætt á staðnum, 8 stiga frost og lítill vindur.

Um 30 björgunarsveitamenn taka þátt í aðgerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×