Handbolti

Ágúst tekur tímabundið við kvennalandsliðinu í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Jóhannsson.
Ágúst Jóhannsson. Mynd/Anton
Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn tímabundið þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta og mun stjórna liðinu í umspilsleikijunum við Úkraínu í sumar þar sem í boði er sæti á HM í Brasilíu í desember. Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu um ráðninguna í dag.

Júlíus Jónasson er því hættur sem þjálfari A-landsliðs kvenna en hann hafði sýnt áhuga á að halda áfram með liðið. Júlíus var fyrsti þjálfari kvennalandsliðsins sem kom liðinu inn á stórmót en stelpurnar tóku þátt í EM í Danmörku í desember síðastliðnum.

Ágúst, sem er þjálfari Levanger í Noregi, stýrir íslenska landsliðinu fyrst í þremur æfingaleikjum í Tyrklandi þar sem stelpurnar spila við Pólverja og Tyrki.





Fréttatilkynning A - landslið kvennaHandknattleikssamband Íslands hefur á undanförnum vikum verið að skoða þjálfaramál A- landsliðs kvenna með tilliti til þeirra verkefna sem framundan eru. Eftir þá skoðun var tekin ákvörðun um að ráða þjálfara tímabundið eða framyfir play off leikina við Úkraínu sem fara fram 5. júní á Íslandi og 12. eða 13. júní í Úkraínu.

Handknattleikssamband Íslands leitaði til Ágústs Jóhannsonar þjálfara Levanger í Noregi og náðist samkomulag við hann og félagið um að þjálfa liðið á þessu tímabili. Aðstoðurmaður Ágústs Jóhannssonar verður Einar Jónsson þjálfari kvennaliðs Fram.

Fyrsta Landsliðsverkefnið eftir EM 2010 er alþjóðleg landsliðsvika sem fram fer 18. – 25. apríl 2011 og mun liðið leika þrjá landsleiki í Tyrklandi við Pólverja og Tyrki. Síðan mun liðið hefja undirbúning á Íslandi 6. maí og mun hann standa óslitin fram yfir leikina við Úkraínu.

Handknattleikssamband Íslands vill jafnframt nota tækifærið og þakka Júlíusi Jónassyni og Finnboga Grétari Sigurbjörnssyni fyrir þeirra góða starf á undanförnum árum en þeim tókst sem kunnugt er, að ná þeim frábæra árangri að koma kvennalandsliðinu í fyrsta skipti í úrslit Evrópumeistaramóts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×