Innlent

Fjölskylduhjálp biður um fisk

Raðirnar í Fjölskylduhjálp lengjast í hverjum mánuði. Fjölskylduhjálpin biður sjávarútvegsfyrirtæki um aðstoð.
Raðirnar í Fjölskylduhjálp lengjast í hverjum mánuði. Fjölskylduhjálpin biður sjávarútvegsfyrirtæki um aðstoð.
Fjölskylduhjálp Íslands biðlar til sjávarútvegs og fiskverkunarfyrirtækja í landinu um að gefa sér fisk. Í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp kemur fram að stöðugt fjölgi þeim sem sækja sér mataraðstoð til Fjölskylduhjálpar Íslands í viku hverri.

Samtökin hafa ekki fjármagn til þess að kaupa fisk, sem nauðsynlegur er fyrir skjólstæðinga þeirra.

„Við biðlum til ykkar af heilum hug að styðja við bakið á starfsemi okkar með því að gefa okkur fisk,“ segir svo í tilkynningunni sem ber forskriftina:

„Ákall til sjávarútvegs og fiskvinnslufyrirtækja í landinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×