Innlent

Enn lagt að Atla að hverfa af þingi

Stjórn svæðisfélags Vinstri grænna á Mið-Suðurlandi telur rétt að Atli Gíslason, sem hefur sagt sig úr þingflokknum, víki sæti á Alþingi.  Með úrsögn hans úr þingflokknum hafi kjósendur Suðurkjördæmis ekki lengur aðgang að stjórnarþingmanni úr röðum Vinstri grænna og slík staða veiki verulega málefnabaráttu flokksins í kjördæminu, en Atli er eini þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi.

Með þessu hafa öll svæðisfélög flokksins í Suðurkjördæmi, nema á Höfn, lýst þeim vilja að Atli víki fyrir varamanni sínum, en félagið á Höfn hefur ekki enn fjallað um málið, eftir því sem Fréttastofan kemst næst




Fleiri fréttir

Sjá meira


×