Innlent

Vilja að Atli víki sæti á Alþingi

Stjórn svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Mið- Suðurlandi vill að Atli Gíslason, þingmaður Vinstri Grænna, víki sæti á Alþingi og lýsi jafnframt yfir vonbrigðum með úrsögn hans úr þingflokki VG.

„Með úrsögn hans úr þingflokknum hafa kjósendur Suðurkjördæmis ekki lengur aðgang að stjórnarþingmanni úr röðum VG og slík staða veikir verulega málefnabaráttu VG í kjördæminu. Aukið fylgi við VG í undangengnum kosningum í Suðurkjördæmi hefur ekki verið Atla Gíslasyni einum að þakka heldur einnig óeigingjörnu félagsstarfi grasrótar flokksins í kjördæminu," segir í tilkynningu frá félaginu.Þá telur stjórnin að Atli eigi að víkja sæti á Alþingi svo að afrakstur þeirra vinnu tapist ekki.

„Stjórn svæðisfélagsins lýsir yfir fullum stuðningi við ríkistjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar og óskar henni velfarnaðar við endurreisn landsins," segir ennfremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×