Innlent

Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur"

Reynir Traustason, annar ritstjóri DV.
Reynir Traustason, annar ritstjóri DV.
„Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans," segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum um málefni félagsins.

Reynir segir í viðtali við Vísi að honum hafi borist bréf frá framkvæmdastjóranum fyrir helgi, þar sem þess var krafist að gögnunum yrði skilað og blaðið hætti umfjöllun sinni um félagið.

„Við gátum náttúrulega ekki orðið við því," segir Reynir en fyrir vikið var lögbannskrafa gegn blaðinu tekin fyrir hjá sýslumanninum í Reykjavík klukkan 15:15 í dag.

Þar var enn tekist á um kröfuna þegar þetta var skrifað.

Reynir er hneykslaður á meintri ósvífni bankans, „fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur," segir hann. Blaðið mun ekki láta af umfjöllun sinni að sögn ritstjórans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×