Innlent

Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV

Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum.

Lögbannskrafan var tekin fyrir korter yfir þrjú í dag hjá sýslumanni Reykjavíkur. Annar ritstjóri DV, Reynir Traustason, gat ekki tjáð sig við Vísi þegar haft var samband við hann fyrir stundu.

Horn, sem er alfarið í eigu Landsbankans, hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig trúnaðarupplýsingarnar komust í hendur DV.

Hermann krafðist þess að DV myndi skila gögnunum en blaðið hafnaði því, meðal annars vegna hagsmuna almennings og gagnsæi í rekstri eina ríkisbankans, Landsbankans. Þá vill blaðið ekki bregðast trausti heimildarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×