Innlent

Vilja að Atli segi af sér þingmennsku

Boði Logason skrifar
Atli Gíslason þingmaður VG
Atli Gíslason þingmaður VG
Stjórn Vinstri grænna í Vestmannaeyjum skorar á Atla Gíslason að segja af sér þingmennsku svo að varamaður hans geti tekið sæti á Alþingi.

Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að ákvörðun Atla að segja sig úr þingflokki VG hafi valdið miklum vinbrigðum, en Atli er þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. „Með úrsögninni telur stjórnin að Atli sitji ekki lengur á Alþingi í umboði kjósenda VG í kjördæminu."

Stjórnin ítrekar fullan stuðning sinn við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og „lýsir yfir ánægju með þann árangur sem náðst hefur á fjölmörgum sviðum þjóðmála við einar erfiðustu aðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að glíma við. Afar mikilvægt er að ríkisstjórnin geti áfram starfað við að leysa þau mikilvægu og erfiðu verkefni sem fram undan eru á sviði efnahags- og atvinnumála, jafnaðar, jafnréttis, umhverfis- og auðlindamála," segir í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×