Handbolti

Hafþór: Okkar úrslitakeppni er framundan

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Hafþór ásamt syni sínum í leikslok.
Hafþór ásamt syni sínum í leikslok. Fréttablaðið/HÞH
Afturelding felldi Selfoss með sigri á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Liðið keppir í fjögurra liða úrslitakeppni um laust sæti í N1-deildinni á næsta tímabili.

"Það er magnað að hafa tryggt þetta. Það er magnað að hafa svona stuðning í kringum sig, ekki endilega á bakvið sig, en í kringum sig," sagði Hafþór Einarsson, markmaður, brosandi. Hann var lang besti maður vallarins, algjörlega frábær, og lokaði á sína gömlu félaga hvað eftir annað.

"Það eru erfiðir leikir eftir. Okkar úrslitakeppni er framundan. Við verðum að byggja á þessum sigri," sagði Hafþór sem fannst liðið eiga sigurinn skilinn.

"Við urðum að berjast eins og grenjandi ljón. Við vorum stemdir í leikinn, alveg tilbúnir, og lögðum okkur 100% fram. Við erum alltaf inni í leiknum þrátt fyrir að henda boltanum ítrekað frá okkur. Þetta var baráttusigur og með þessari baráttu uppskárum við sigurinn," sagði Hafþór.


Tengdar fréttir

Heimir: Menn eins og Uxinn mega ekki gleymast

Fyrirliðinn Heimir Örn Árnason lék sér að því að henda bikarnum fyrir sigur í N1-deildinni á loft í kvöld. Mikil stemning var í Höllinni á Akureyri þegar bikarinn flaug á loft hjá fyrirliðanum sem sjálfur var kampakátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×