Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram Stefán Árni Pálsson í Safamýrinni skrifar 31. mars 2011 21:51 Erlingur Birgir Richardsson og Kristinn Guðmundsson, þjálfarar HK. Mynd/Vilhelm HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már) Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már)
Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira