Umfjöllun: Öruggt hjá Fram gegn Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 30. mars 2011 21:31 Pavla Nevarilova skorar í kvöld. Mynd/Vilhelm Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson. Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira