Innlent

Fararstjóri dæmdur fyrir að káfa á unglingsstúlku

Valur Grettisson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Fararstjóri var dæmdur í hálfs árs fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir kynferðislega áreitni gagnvart 16 ára íþróttastúlku. Atvikið átti sér stað erlendis í ágúst árið 2007.

Þau höfðu drukkið áfengi umrætt kvöld sem endaði á því að fararstjórinn lagðist við hlið stúlkunnar í íþróttahúsi þar sem þau gistu. Þar afklæddi maðurinn sig sjálfan og stúlkuna og lagðist ofan á hana.

Aftur á móti hvarf hann frá því að eiga samræði við stúlkuna vegna ölvunar.

Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir að káfa innanklæða á brjóstum og kynfærum stúlkunnar. Maðurinn hefur ekki gerst brotlegur áður auk þess sem langt er liðið síðan brotin áttu sér stað, þá þykir skilorðsbundinn dómur við hæfi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×