Innlent

Aðeins ein flugvél til afnota hjá Gæslunni

Landhelgisgæslan hefur nú aðeins eina flugvél til afnota, sem stórskerðir möguleika á björgunarstörfum á hafi úti.

Dash eftirlitsvélin er í Kanada þar sem verið er að uppfæra búnað í henni, og þyrlan TF LÍF er í 500 tíma skoðun, sem er tímafrek. Þá er eftir ein þyrla, TF GNÁ sem Gæslan hefur á leigu.

Þegar ein þyrla fer í björgunarleiðangur út á haf, má hún aðeins fara 20 sjómílur frá landi, en báðar þyrlurnar, eða önnur þyrlan og eftirlitsvélin, geta farið allt að 270 mílur á haf út saman. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×