Innlent

Áhöfnin á Málmey óhress með að geta ekki kosið um Icesave

Áhöfnin á frystitogaranum Málmey frá Sauðárkróki veltir því fyrir sér hvort þjóðaratkvæðagreiðslan um Iceve samninginn verði ekki ólögleg, þar sem ákveðnum hópi kjósenda sé gert ókleift að taka þátt í henni.

Í tölvupósti til Fréttastofunnar benda þeir á að margir frystitogarasjómenn hafi verið farnir á veiðar áður en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst, og verði ekki komnir í land fyrr en eftir kosningarnar.

Þeim finnst brotið á lýðræðislegum réttindum sínum og segjast velta fyrir sér hvort þeir sem stýra þessari kosningu, líti á þá sem annars flokks þegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×