Innlent

90% synjað um hæli

Kasahoun, hælisleitandi frá Eþíópíu.
Kasahoun, hælisleitandi frá Eþíópíu.
Aðeins fimm hælisleitendur af 51 fengu hæli hér á landi í fyrra. Hælisleitandi sem beðið hefur í 15 mánuði eftir endanlegu svari segir að Ísland loki á fólk sem sé í vanda statt.

Mál nepölsku konunnar Priönku Thapa hefur hlotið mikla athygli undanfarna daga. Útlendingastofnun hafði synjað henni um hæli en hefur stofnunin ákveðið að skoða málið að nýju. Hvort fjölmiðlaathyglin eigi einhvern hlut þar að máli er óvíst.

Á sama tíma dvelja hælisleitendur í Reykjanesbæ milli vonar og átta um svar um pólitískt hæli. Þeir koma víða að en þeir eru 18 og koma frá Senegal, Afganistan, Sýrlandi og víðar. Þeir fá 7500 króna matarúttekt í Bónus á viku og 2500 krónur í vasapeninga. Og svo er beðið og beðið.

Sá sem lengst hefur beðið eftir endanlegu svari er búinn að vera á gistiheimili í 15 mánuði. Hann veit ekki hvenær niðurstöðu er að vænta en tölfræðin segir okkur að afar fáir þessara manna fái hæli hér á landi. Af 51 sem sóttu um í fyrra fengu aðeins fimm hæli hér á landi.

„Sagt er að vandfýsni hæfi ekki snauðum. Maður hugsar margt og reynir að finna lausnir. Ísland er í raun opið land nema fyrir þá sem eru komnir með bakið upp að vegg,“ segir Kasahoun, hælisleitandi frá Eþíópíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×