Innlent

700 manns fylgdust fyrsta fundi stjórnlagaráðs

Stjórnalaganefnd lauk formlega störfum í dag. Mynd/www.stjornlagarad.is
Stjórnalaganefnd lauk formlega störfum í dag. Mynd/www.stjornlagarad.is
Alls fyldust 700 manns með fyrsta fundi stjórnlagaráðs sem fór fram í dag. Allir fundir ráðsins verða sýndir í beinni útsetningu á netinu.

Stjórnlaganefnd afhenti fulltrúum stjórnlagaráðs hugmyndir sínar um breytingar á stjórnarskránni. Skýrsla er 700 blaðsíður og í tveimur bindum. Auk þáttar um undirbúning, framkvæmd og niðurstöður Þjóðfundar 2010 er meginefni fyrra bindis umfjöllun um helstu efnisþætti stjórnarskrár og hugmyndir um breytingar á núgildandi stjórnarskrá. Í þrettán köflum er leitast við að varpa ljósi á helstu sjónarmið og röksemdir um afmarkaða þætti.

Skýrsla stjórnlaganefndar er öllum opin á www.stjornlagarad.is og er einnig fáanleg í Bóksölu stúdenta.


Tengdar fréttir

Fyrir næstu kynslóðir

Stjórnlagaráð var sett í dag en það var aldurforsetinn Ómar Ragnarsson sem setti fyrsta fund ráðsins. Stjórnlaganefnd afhenti fulltrúunum hugmyndir sínar um breytingar á stjórnarskránni en tillögurnar eru í tveimur bindum sem telja samtals 700 blaðsíður. Verkefni ráðsins er að fara yfir hugmyndirnar og koma með tillögu að endurbættri stjórnarskrá. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra og Guðrún Pétursdóttir veitti forystu hefur þar með lokið störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×