Innlent

Framkvæmdastjóri Becromal hættur störfum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Becromal rekur aflþynnuverksmiðju.
Becromal rekur aflþynnuverksmiðju.
Framkvæmdastjóri Becromal Iceland sagði upp störfum í gær og tók uppsögnin gildi samdægurs. Samningur framkvæmdastjórans var tímabundinn og hefði að óbreyttu lokið fyrir áramót. Í fréttatilkynningu frá stjórn félagsins kemur fram að auglýst verði eftir framkvæmdastjóra á næstu dögum og verður þá farið í formlegt ráðningarferli.

Becromal rekur aflþynnuverksmiðju á Akureyri, en Kastljós Ríkissjónvarpsins fjallaði um gögn á dögunum sem sýna að fyrirtækið losar margfalt meira magn af vítíssódamenguðu vatni í sjó við Krossanes en heimilt er samkvæmt starfsleyfi. Fullyrt var að þetta magn af vítissódamenguðu vatni gæti haft alvarlegar áhrif á lífríki í Eyjafirði.

Framkvæmdastjóri Becromal á Íslandi játaði í samtali við Kastljósið að forsvarsmenn verksmiðjunnar hafi lengi vitað af því að hreinsunarbúnaður verksmiðjunnar hafi ekki virkað sem skyldi á þeim tímum þegar álag á hann er mest og að verið væri að fara á svig við skilyrði í starfsleyfi sem fyrirtækið fékk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×