Innlent

Stjórnlagaráð sett í dag - almenningur velkominn

Fulltrúar í stjórnlagaráði
Fulltrúar í stjórnlagaráði Mynd úr safni / Anton Brink
Stjórnlagaráð verður sett í dag klukkan tvö.

Á setningunni fá fulltrúar í stjórnlagaráði afhenta skýrslu stjórnlaganefndar, sem Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt, þar sem koma fram tillögur nefndarinnar um breytingar á stjórnarskránni. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra hefur þar með lokið störfum. Að setningu lokinni verður efni skýrslunnar kynnt fjölmiðlum.

Setningin er opin almenningu á meðan húsrúm leyfir, en aðsetur stjórnlagaráðs eru í Ofanleiti 2 í Reykjavík.

Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar sem haldinn var í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×