Innlent

Skora á Gaddafi að segja af sér

Ráðherrarnir hittust í Helsinki fyrr í dag.
Ráðherrarnir hittust í Helsinki fyrr í dag.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna telja að Moammar Gaddaf sé ekki lengur lögmætan leiðtogi Líbíu og skora á hann að segja af sér þegar í stað.

Ráðherrarnir funduðu í Helinski í dag þar sem þeir ræddu m.a. um málefni Líbíu og lýstu stuðningi við auknar lýðræðiskröfur sem fram hefðu komið víða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Ráðherrarnir fordæmdu ofbeldi sem friðsamir mótmælendur hefðu verið beittir og minntu á þá skyldu stjórnvalda að vernda mannréttindi íbúa sinna, tjáningafrelsi þeirra og réttinn til að koma saman, að því er fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins.

Ráðherrarnir ítrekuðu stuðning sinn við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir og loftferðabann yfir Líbíu og sögðu nauðsynlegt að bæta stöðu almennra borgara. Ráðherrarnir kölluðu eftir vopnahléi og frekari aðgerðum til að finna lausn á ástandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×