Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 19:27 Trump ræðir við fréttamenn um eyrað á sér á blaðamannafundinum í dag. AP/Alex Brandon Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira