Innlent

Stöðug fjölgun á vanskilaskrá

Fjöldi einstaklinga með mál í löginnheimtu er nú meiri en nokkru sinni fyrr.
Fjöldi einstaklinga með mál í löginnheimtu er nú meiri en nokkru sinni fyrr.
Einstaklingum fjölgar stöðugt á vanskilaskrá og fjöldi einstaklinga með mál í löginnheimtu er nú meiri en nokkru sinni fyrr eða 24.260 manns miðað við 1. apríl síðastliðinn. Fjölgað hefur um rúmlega 1800 í þessum hópi á síðustu 6 mánuðum eða að meðaltali um 305 á mánuði, að því er fram kemur nýjum gögnum frá Creditinfo.

Eins og áður eru það einstæðir foreldrar sem virðast vera hvað verst settir þar sem yfir 14 prósent eru í alvarlegum vanskilum. Einstæðar mæður standa þar sýnu verr en einstæðir feður. Næst á eftir einstæðum foreldrum koma karlkyns einstaklingar sem eru ekki í sambúð en tæplega 13 prósent þeirra eru í alvarlegum vanskilum. Það vekur athygli að konur í sömu stöðu, þ.e. ekki í sambúð, eru með lægst hlutfall á vanskilaskrá eða ekki nema rúm 4 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×