Innlent

Báturinn við Látrabjarg dreginn í land

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarbátur á vegum Landsbjargar.
Björgunarbátur á vegum Landsbjargar.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi er nú að draga bát að landi sem fékk í skrúfuna við Látrabjarg í morgun. Búist er við að skipin komi til hafnar á Rifi klukkan fjögur í dag.

Beðið var um aðstoð björgunarskipsins á áttunda tímanum í morgun og fór Björgin, skip Landhelgisgæslunnar, þegar af stað. Þegar það var á leið sinni barst tilkynning um að annar bátur væri í vandræðum á svæðinu en leki hafði komist að honum undir Skor. Björgunarskipinu var þá snúið og siglt að hinum leka báti. Þegar að var komið hafði skipsverjum tekist að komast fyrir lekann. Því var öflug dæla skilin eftir í bátnum og var honum siglt til hafnar af áhöfninni.

Því næst tók björgunarskipið stefnuna undir Látrabjarg þar sem báturinn sem fékk í skrúfuna beið eftir aðstoð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×