Innlent

Ríkisstjórnin fundar á Ísafirði

Ríkisstjórnin ætlar að funda á Ísafirði á morgun.
Ríkisstjórnin ætlar að funda á Ísafirði á morgun.
Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á Ísafirði á morgun og verður það í fyrsta skipti sem ríkistjórn Íslands fundar á Vestfjörðum.

Fundurinn verður haldinn í Edinborgarhúsinu og hefst hann klukkan 14. Á fundinum verður sérstaklega fjallað um atvinnumál á Vestfjörðum og tillögur ríkisstjórnarinnar til að efla atvinnulíf og byggð á svæðinu.

„Fyrir ríkisstjórnarfundinn munu ráðherrar heimsækja Háskólasetur Vestfjarða og kynna sér starfsemi mennta-, atvinnuþróunar- og rannsóknastofnanna á svæðinu og í kjölfarið fundar ríkisstjórnin með sveitarstjórnarfólki af svæðinu vegna fyrirhugaðs samstarfs í atvinnumálum,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×