Innlent

Kynningarbæklingurinn borinn út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vefsíða vegna kosninganna.
Vefsíða vegna kosninganna.
Íslandspóstur hóf í morgun að bera út kynningarbækling Lagastofnunar Háskóla Íslands vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana á laugardaginn. Gert er ráð fyrir að bæklingurinn berist inn á meira en helming heimila landsins í dag og að verkinu ljúki á morgun.

Lagastofnun segir í fréttatilkynningu að ef bæklingurinn hafi ekki borist á miðvikudaginn megi hafa samband við þjónustufulltrúa Íslandspósts með netsamtali, tölvupósti á postur@postur.is eða símtali við þjónustuver í síma 580 1200.

Bæklingurinn er einnig aðgengilegur í pdf-formi á kynningarvefnum thjodaratkvaedi.is sem hefur verið opinn í eina viku. Þar eru helstu álitaefni í þjóðaratkvæðagreiðslunni kynnt á hlutlausan hátt á íslensku, táknmáli og ensku og vísað á fjölda gagna með frekari upplýsingum um málið.

Jafnframt eru á vefnum tenglar á ýmsar vefsíður með mismunandi skoðanir varðandi einstök efnisatriði eða málið í heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×