Handbolti

Stefán: Höfðum ákveðið frumkvæði allan tíman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Arnarsson var nokkuð rólegur á hliðarlínunni í dag.
Stefán Arnarsson var nokkuð rólegur á hliðarlínunni í dag.
„Ég er virkilega ánægður með það að vera komin í úrslit,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn Fylki í dag. Með sigrinum komst Valur í úrslitaeinvígið gegn Fram annað árið í röð. Leikurinn var aldrei spennandi og lauk með sigri Vals 28-20.

 

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en gáfum kannski aðeins og mikið eftir í þeim síðari“.

 

„Liðið hafði alltaf ákveðið frumkvæði í leiknum og það var kannski ástæðan fyrir því að við bökkuðum aðeins í seinni hálfleiknum, en við eigum að geta spilað töluvert betur en þetta,“ sagði Stefán.

 

„Þetta var fimmti leikur okkar við Fylki á þessu tímabili og þeir hafa allir verið nokkuð þægilegir og því var ég aldrei í vafa hvort við myndum vinna þennan leik. Við hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn í seinni hálfleiknum en mér er í raun alveg sama um það, við erum komnar í úrslit og það er það sem skiptir máli,“ sagði Stefán.

 

Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

 

„Það leggst bara virkilega vel í mig. Við þekkjum Framliðið mjög vel, en þær eru með alveg frábært lið. Þetta verður án efa skemmtilegt einvígi líkt og í fyrra. Svona einvígi getur hæglega farið í fimm leik,“ sagði Stefán Arnarsson eftir sigurinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×