Umfjöllun: Valur í úrslit eftir öruggan sigur gegn Fylki Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2011 17:21 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir á milli þeirra Sunnu Maríu Einarsdóttur, til vinstri, og Sunnu Jónsdóttur, til hægri. Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5 Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5
Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira