Innlent

Sauðburður hafinn í Húsdýragarðinum

Myndin er af ánni Ygglu ásamt hrútunum tveim.
Myndin er af ánni Ygglu ásamt hrútunum tveim.
Sauðburður hófst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um hádegisbil 29. mars.  Ærin Surtla sem er svört að lit bar einni svartflekkóttri gimbur.  Ærin Yggla, svartbaugótt, bar aðfaranótt 2. apríl tveimur svartflekkóttum hrútum.

Svo virðist sem hrúturinn Dropi, svartflekkóttur, hafi náð að lemba Surtlu og Ygglu þegar hann stökk yfir til ánna fyrir rúmum fimm mánuðum.  Sauðburður hefst því með fyrra fallinu því undanfarin ár hefur verið miðað við að hleypa hrútnum til ánna um jólaleytið og sauðburður þá hafist um miðjan maí.

Aftur á móti ef litið er til síðustu ára eru líkur á því að geitburður hefjist á næstunni. Frjálsar ástir eru milli huðnanna og hafursins í geitastíunni og því erfitt að fastsetja burðardaga þar en undanfarin ár hefur mars verið geitburðarmánuðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×