Innlent

Hópleit vegna blöðruhálskrabbameins skilar ekki árangri

Karen Kjartansdóttir skrifar
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Hópleit vegna blöðruhálskirtilskrabbameini skilar ekki árangri. Þetta sýnir rannsókn sem staðið hefur yfir í tuttugu ár í Bretlandi og fjallað er um í Breska læknablaðinu.

Einn af hverjum fjórum sem nýlega hefur verið greindur með krabbamein í Bretlandi er með krabbamein í í blöðruhálskirtli.

Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að skipulögð leit að þessu krabbameini getur valdið meiri skaða en ávinningi og sé ekki líkleg til að bjarga mannslífum.

Ný rannsókn sem Breska læknablaðið (British Medical Journal) og Breska ríkissjónvarpið (BBC)fjalla nú um staðfestir fyrri niðurstöður rannsókna.

Rannsóknin sem um ræðir hófst árið 1987 og í henni var rúmlega 9000 mönnum, sem voru á aldrinum fimmtugt og sextugt, fylgt eftir.

Fóru sumir mannanna reglulega í skimun eftir blöðruhálskrabbameini en aðrir ekki.

Niðurstöðu sýndu að ekki dró úr dánartíðni þeirra sem fóru í skimun reglulega. Hins vegar varð skimunin til þess að hópur manna fór í óþarfa rannsóknir, frekari greiningu og meðferð, með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum, en með því er til dæmis átt við þvagleka og kynlífstruflanir.

Þá má nefna að fjallað svipaðar niðurstöður rannsókna í Læknablaðinu hér á landi fyrir um tveimur árum en í því sagði Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir að ljóst væri af krufningarannsóknum að margfalt fleiri hafa meinsemdina án þess að hún komi nokkru sinni fram.

Finna þyrfti leiðir til að sjá hvort meinið væri líklegt til að skaða manninn eða ekki áður en meðferð væri hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×